Hittingur????

Sælar dömur!

Ég var að ræða við Pálu á msn áðan og hún var alveg æst í hitting fyrir jól (ég er nú alveg sammála henni sko)... einhver stemmari fyrir því??

Annars er ég bara nýkomin heim frá suður ameríku og skemmti mér konunglega þar.. sérstaklega þegar humm einn banki féll.. annar féll.. og svo allt farið til fjandans ;) Góður tími til að skreppa til útlanda :)

 

Jæja endilega kommentið!

 

kv. Ástulíus


Handleiðsla

Jæja stúlkur.

Þá er maður kominn austur á Hérað, þriðji dagurinn minn í vinnu hérna og allt gengur vel enn sem komið er. Á ennþá eftir að komast að fullu inn í tölvukerfið og fleira skemmtilegt en þetta er allt að gerast!

Ég ætlaði að forvitnast um eitt hjá ykkur: Eruð þið í handleiðslu og hvaða handleiðara mælið þið með?Ég ætla að nýta mér rétt minn til handleiðslu og vil helst af öllu fara suður til Reykjavíkur, ég vil líka helst vera hjá félagsráðgjafa. Endilega komið með tillögur fyrir mig, ég veit ekki neitt...

Svo má líka alveg heyrast meira frá fólki hérna á síðunni, það er svo gaman að fylgjast með Cool

Kveðja frá enn einni landsbyggðatúttunni,
Hlín


Jæja þá er ég orðin frú

260708%20340[1]260708%20335[1]

Fyrir þá sem ekki vita giftist ég honum Bjössa mínum þann 26. júlí. Ákvað að leyfa ykkur að sjá nokkrar myndir.

 Kveðja Bogga


Frönsk súkkulaðikaka !

Jæja dömur,

ég ákvað að henda hérna inn uppskriftinni að frönsku súkkulaðikökunni sem ég kom með til Hlínar í gær.. Enjoy!


200 gr. suðusúkkulaði

200 gr. smjör
4 egg
2 dl. sykur
1 dl. hveiti

Bræðið smjörið og súkkulaðið saman, kælið svo aðeins.

Þeytið saman egg og sykur þar til það verður létt og froðukennt (fimm mínútur ca).

Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna. Bætið hveitinu við í lokin.

Klæðið bökunarform með bökunarpappír og látið deigið í. Bakið við 180°C í 30 mín. (kakan á að vera blaut).

 Kremið:

200 gr suðusúkkulaði
70 gr. smjör
2 msk. sýróp

Allt brætt saman í potti og látið kólna aðeins og svo sett yfir kökuna..

 

kv.

ástulíus

 


Saumó!

Jæja stelpur þá er komið að því!

 

Dagur: 24. júní 2008

Tími: 20:00

Staðsetning: Þórðarsveigur 16, íb. 202 (í Grafarholti)

Aðgangseyrir: Eitthvað gott til að japla á Wink (ég sé um drykki)

 

Hlakka til að sjá ykkur. Kv. Hlín 

 

PS Endilega látið vita hvort þið komist með því að kommenta! 

 


Heldnishittingur!

Jæja stúlkur!

Vonandi er einhver sem les þetta. Ég hef verið að hugsa hvenær ég ætti að bjóða ykkur heim. Ég var að fatta að næsti föstudagur hefði hentað mér best en það gæti verið fulllítill fyrirvari. Hvort finnst ykkur betra að hafa þetta um helgi eða á virkum degi?

Ef við ætlum að hittast um helgi er ég eiginlega bara laus núna um næstu helgi og svo laugardaginn 21. júní! Ef fólk vill hittast á virkum degi er ég laus nánast hvenær sem er. Hvað finnst ykkur? Hverjir komast hvenær?

Kv. Hlín


Saumó

Jæja eigum við að reyna að nota þennan stað...

Saumó!!

Hlín ætlar að bjóða okkur og fleirum sem hafa verið á póstlistanum heim í júní

Hverjir komast??

 


Er einhver að lesa

Hæ skvísur mig langaði bara til þess að athuga hvort einhver sér að skoða þessa síðu ennþá. Ef einhver les þetta endilega kommentið.

Það væri nefnilega gaman ef þessi siða væri eitthvað notuð þannig að maður geti nú fengið smá fréttir af hópnum þar sem maður hittir ykkur aldrei

Ég nenni nú samt ekkert að eyða púðri í að skrifa einhverjar fréttir af mér núna þar sem örugglega enginn les þetta.

 Kveðja Bogga 

 


Staða félagsráðgjafa hjá SÁÁ

Félagsráðgjafi

Staða félagsráðgjafa við Sjúkrahúsið Vog er laus til umsóknar

Nánari upplýsingar veitir forstöðulæknir á staðnum eða í síma 824 7600.

Umsóknir sendist SÁÁ Stórhöfða 45,
110 Reykjavík, merktar: "félagsráðgjafi“.

Umsóknarfrestur til ca. 7. ágúst


Félagsráðgjafi - Fangelsismálastofnun ríkisins

Fangelsismálastofnun ríkisins
auglýsir
eftir félagsráðgjafa í tímabundið starf


Meginverkefni Fangelsismálastofnunar eru m.a. að hafa umsjón með rekstri fangelsa, að sjá um fullnustu refsidóma og að annast skilorðseftirlit. Þá ákveður Fangelsismálastofnun hvort fangelsisrefsing verði fullnustuð með samfélagsþjónustu.

Starfið sem laust er til umsóknar felst m.a. í að hafa umsjón með afplánunar- og vistunaráætlun, annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, fá reynslulausn og sinna almennri félagsráðgjöf. Ráðið verður í starfið frá 1. október 2007 – 30. júní 2007.

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði félagsráðgjafar
  • Áhugi á og færni í að vinna með mjög breytilegum einstaklingum
  • Vandvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.  Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar í síma 520-5000.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en 15. ágúst 2007.


Fangelsismálastofnun ríkisins,  5. júlí 2007


Næsta síða »

Við erum:

Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Hérna bloggar útskriftarárgangur félagsráðgjafa um sín hugðarefni þá stundina.

Forvitnishornið.is

Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Fólk

Börnin okkar

Stökin í menginu

Þetta erum við!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband