Handleiðsla

Jæja stúlkur.

Þá er maður kominn austur á Hérað, þriðji dagurinn minn í vinnu hérna og allt gengur vel enn sem komið er. Á ennþá eftir að komast að fullu inn í tölvukerfið og fleira skemmtilegt en þetta er allt að gerast!

Ég ætlaði að forvitnast um eitt hjá ykkur: Eruð þið í handleiðslu og hvaða handleiðara mælið þið með?Ég ætla að nýta mér rétt minn til handleiðslu og vil helst af öllu fara suður til Reykjavíkur, ég vil líka helst vera hjá félagsráðgjafa. Endilega komið með tillögur fyrir mig, ég veit ekki neitt...

Svo má líka alveg heyrast meira frá fólki hérna á síðunni, það er svo gaman að fylgjast með Cool

Kveðja frá enn einni landsbyggðatúttunni,
Hlín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjá Bjarneyju Kristjánsdóttur og er þokkalega ánægð. Málið er bara að maður er svo nýr að maður veit ekki alveg hvernig þetta á að vera, við hverju maður á að búast og eiginlega hvað er góð handleiðsla og hvað ekki;)

Annars allt gott að frétta af mér. Ég er enn í Vesturgarði og þar er eilífar breytingar og stuð. 

kveðja Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum:

Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Hérna bloggar útskriftarárgangur félagsráðgjafa um sín hugðarefni þá stundina.

Forvitnishornið.is

Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Fólk

Börnin okkar

Stökin í menginu

Þetta erum við!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 508

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband