Frönsk súkkulaðikaka !

Jæja dömur,

ég ákvað að henda hérna inn uppskriftinni að frönsku súkkulaðikökunni sem ég kom með til Hlínar í gær.. Enjoy!


200 gr. suðusúkkulaði

200 gr. smjör
4 egg
2 dl. sykur
1 dl. hveiti

Bræðið smjörið og súkkulaðið saman, kælið svo aðeins.

Þeytið saman egg og sykur þar til það verður létt og froðukennt (fimm mínútur ca).

Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna. Bætið hveitinu við í lokin.

Klæðið bökunarform með bökunarpappír og látið deigið í. Bakið við 180°C í 30 mín. (kakan á að vera blaut).

 Kremið:

200 gr suðusúkkulaði
70 gr. smjör
2 msk. sýróp

Allt brætt saman í potti og látið kólna aðeins og svo sett yfir kökuna..

 

kv.

ástulíus

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og! Takk fyrir gærkvöldið, yndislegt eins og alltaf!

Ég er svo svöng núna í vinnunni og er að skoða uppskriftir á netinu af pastaréttum og svo skoðaði ég myndirnar okkar frá Parma og mig langar svo aftur til ítalíu!!!! í pasta og hvítvín og pizzu..

Eeeennn farin að vinna í bili

Ásta Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 11:21

2 identicon

Hæ hæ

Stelpur takk kærlega fyrir gærkvöldið  

Ásta takk fyrir uppskriftina, þetta var  geggjuð kaka

kveðja Eva

Eva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:07

3 identicon

Hæ aftur. Takk kærlega fyrir kvöldið hjá Hlín. Var voða gaman að sjá ykkur aftur þó mætingin hafi ekki verið voðalega mikil en þær sem mættu voru alveg hrikalega skemmtilegar. Takk fyrir uppskriftina Ásta og nú verð ég sjálf svöng að hugsa um pasta, hvítvín og pizzur ohhhhhhhhhhhh.

Hafið það sem allra best og ég reyni að skrifa einhverja sniðuga pistla hingað inn þegar ég flyt á austurlandið.

Knús Sigrún :)

Sigrún (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:05

4 identicon

Hæ leiðinlegt að komast ekki það hefði verið gaman að kíkja á ykkur.

Snilld hjá þér Ásta að setja inn uppskrift, þetta líkar mér:)

 En hvað er í gangi hjá þér Sigrún, þú verður að öppdeita liðið sem ekki mætir á hitting;)

kveðja Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:06

5 identicon

Hæ Guðný og allar hinar. Já ég er að fara flytja austur í Fjarðabyggð nánar tiltekið á Reyðarfjörð þar sem ég mun starfa sem félagsráðgjafi. Stór partur af jobbinu verður barnavernd eins og ég starfa í dag við í Hafnarfirðinum en ég verð væntanlega bara allt í öllu á svona litlum stað.  Ákvað að slá til þegar mér var boðin flutningsstyrkur og niðurgreitt húsnæði þannig ég og mín 3 manna fjölskylda plús köttur flytjum í hús með garði sem við leigjum :) Fer líklega austur í kringum verslunarmannahelgi og bara já vona þetta verði bara ævintýri annars kem ég bara tilbaka hahah.

Þannig að ég og Hlín tökum austurlandið með trompi og tökum ærlega til í félagsmálapakkanum þar, endum svo örugglega bara sem félagsmálastjórar, hún á Héraði og ég á fjörðunum með fáránlega góð laun og einkabílastjóra og já frítt einbýlishús og kokk!:)

Sigrún (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 18:11

6 identicon

Mmmm æðisleg uppskrift, ég ætla að prófa hana ;-)

Það hefði verið gaman að kíkja á ykkur, ég reyni að komast næst :-)

Gaman að heyra fréttir af ykkur ;-)

Allt gott að frétta hérna hjá okkur í Hveró

Kv. Sandra

Sandra (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:32

7 identicon

Sigrún: já haha einmitt þetta stefnir allt í einkabílstjórann;) en innilega til hamingju með starfið það verður spennandi að fá að fylgjast með hvernig gengur.

Annars var ég stödd á Ísafirði um helgina og hitta Guðnýju Steingríms þar í gærnótt. Hún var hress að vanda. Það er nóg að gera í vinnunni hjá henni í Félagsþjónustu Ísafjarðar.  Hún biður ábyggilega að heilsa öllum.

kveðja guðný

Guðný (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:58

8 identicon

Sælar

Ég er greinilega ekki alveg með á nótunum. Sigrún að flytja austur og guðný Steingríms greinilega komin vestur. Lndsbyggðartútturnar verða alltaf fleiri og fleiri.

Ég er ennþá hérna fyrir norðan í góðu yfirlæti. Er farin að vinna á fjölskyldudeildinni og það er mjög skemmtilegt.

Svo er ég náttúrulega að fara að gifta mig eftir tvær vikur og á fullu í að undirbúa það.

Vonandi kemst ég í næsta hitting Kv Bogga

Bogga (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum:

Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Hérna bloggar útskriftarárgangur félagsráðgjafa um sín hugðarefni þá stundina.

Forvitnishornið.is

Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Fólk

Börnin okkar

Stökin í menginu

Þetta erum við!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 509

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband