Mánudagur, 8. janúar 2007
rannsóknarverkefni
Halló allir saman.
Nú væri gaman að heyra hvernig fólki gengur í starfsnáminu.
Ég er sjálf mikið að velta fyrir mér rannsóknarverkefninu í augnablikinu... væri gaman að heyra hvað hinir eru að spá.
Kveðja frá Egilsstöðum,
Hlín
Forvitnishornið.is
Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Tenglar
Bíómyndir
Áhugaverðar bíómyndir sem tengjast okkur á einhvern hátt.
- Danny the dog Mynd sem kemur verulega á óvart! Farið er með mann sem hundur væri, mjög áhugaverð mynd.
- What becomes of the broken hearted? Framhald á Once were warriors
- Once were warriors Mynd um ofbeldissamband, gerðum verkefni úr henni í Ofbeldi og vanræksla í fjsk.
- Rainman Frábær mynd um einhverfan mann.
- Crash Mynd þar sem fordómar spila stórt hlutverk. Algjör snilld!
Færsluflokkar
- Áföll og kreppur
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Myndir
- Reikningur utanlansfara
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanlandsfarar
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Fólk
Börnin okkar
-
Bogga
Boggustrákur -
Sandra
Nýbökuð móðir -
Sigrún Heiða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Harpa nýbakaða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Erla þriggja stráka mamma
3 krúttúsnúðar
Stökin í menginu
Þetta erum við!
-
Dagný Foxy
Miss Foxxxy -
Fanney Dóra
Lætur allt flakka...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gengur fínt hjá mér. Byrjar hægt en öruggleg, enn verið að bíða eftir tölvuaðgangi og svona.
Er að velta fyrir mér rannsóknarverkefninu, með nokkrar hugmyndir í sigtinu og rumpa þessu eflaust af á seinustu stundu
Ég frétti að í fyrra hafi þetta verkefni verið staðið/fallið. Hafið þið eitthvað heyrt um það? og er það þannig í ár??
kv. Guðný (Vesturgarður)
Guðný (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 18:43
var einmitt að velta fyrir mér hvernig gengi hjá fólki. Mér gengur vel, elska þetta!! finn mig alveg núna ;) rannsóknarverkefnið er í mótun, fáránlegt að maður fái nokkra daga til að velja og gera verklýsingu og annað :S er að spá í að taka viðtöl við nokkra og vinna út frá strenghts model (sem er eitthvað sem ég veit ekki hvað er en mun væntanlega vita fljótlega - síðasta lagi í apríl ;) annars er þetta bara frábært en hvernig gengur fyrir austan???
kv. ástulíus (Geðsvið-klepp)
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 8.1.2007 kl. 20:10
Ég er reyndar ekki fyrir austan, en ætla nú bara samt að svara :)
Héðan frá Ak er ekkert nema glimrandi gott hljóðið, ég byrja á almennum legudeildum, fer svo í endurhæfingu og öldrunarlækningar og enda á geðdeildinni - vonandi bara í starfsþjálfun! Mér líst alveg fáránlega vel á þetta hérna og efast bara um að koma aftur í ómenninguna! hahaha
Varðandi verkefnið mitt þá er þetta í deiglunni:
Akureyri er sem sagt þróunarsveitarfélag hvað málefni fatlaðra varðar og er með þjónustusamning við ríkið varðandi þjónustu til þessa hóps. Það er mjög flott og metnaðarfull stefna í gangi og eins og þið hafið e.t.v. tekið eftir þá er félagsmálaráðherra í því að skrifa undir nýja og flottari samninga við Kristján Júl bæjarstjóra. Akureyri er sem sagt að gefa sig út fyrir að vera með heildræna þjónustu við fatlaða, þar með talið geðfatlaða. Ég er mikið að pæla í því að gera úttekt á því hvernig þetta gengur og hvort þjónustan er að virka fyrir notendur hennar. Spennó verkefni sem ég hlakka til að vinna :)
Er samt sammála þér Ásta, skrýtið að skila inn verklýsingu svona snemma! Maður er rétt að ná að rata um svæðið, hvað þá vita hvað er í gangi! ;)
Annars sendi ég ofurknús héðan úr snjónum á Akureyrinni!
Fannsan (FSA)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.1.2007 kl. 23:23
Austurlandið er svona ljómandi fínt... ég er rétt að byrja að átta mig á hlutunum hérna, hef fengið að fylgjast með ýmsu og fæ vonandi áfram.
Rannsóknarverkefnið mitt verður vonandi að taka þátt í stærri rannsókn sem verið er að gera hérna meðal aldraðra. En það á að kanna líðan, heilsu og félagslega stöðu þeirra. Hljómar spennandi en mér finnst þessi verkefnalýsing ekki auðveld, hefði viljað fá aðeins lengri tíma til að koma mér inn í hlutina fyrst.... en það reddast
Hlín (Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs)
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 10.1.2007 kl. 08:25
Sælar skvísur og töffari:)
Ég er bara glimrandi glöð í Stígamótum. Hér er að sjálfsögðu nóg að gera og ég fæ að gera allt mögulegt, bæði taka viðtöl, leiða hóp, fara með Rúnu í samfélagsvinnu og fylgjast með nýju þróunarverkefni fæðast. MJÖG SPENNANDI!!!
Varðandi verkefni: ég ætla að taka 3 viðtöl við konur sem hafa verið hér í viðtölum og draga fram þá styrkleika sem þær hafa nýtt sér til að bæta lífsgæði sín og verða sterkar(i) þrátt fyrir að hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, mjög spennandi verkefni.
En svo að ég gefi nú líka smá praktískar upplýsingar, Guðný mín, þú varst að spyrja um vægið á verkefninu. Það gildir 70% af einkunn í rannsóknum og fagþróun og þetta er í fyrsta skiptið (alla vega í langan tíma) sem þetta verkefni er ekki bara staðið/fallið.
Sem sagt, allt gott að frétta héðan úr Stígamótum og hlakka til að hitta sum ykkar í málstofu í næstu viku.
kv, Ingibjörg
ps. þið landsbyggðarskísur látið vita þegar von er á ykkur í bæinn svo hægt sé að plana hitting þegar við eruð hér :)
Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:46
hehe, þetta átti auðvitað að vera landsbyggðarskvísur (ekki skísur).
Annað, er einhver til í að senda mér notendanafnið og lýkilorðið á þessa fínu bloggsíðu okkar svo að ég geti nú sett inn eitthvað skemmtilegt, skyldi mér detta það í hug :)
kv, Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:54
Sæl öll. Ég er hérna hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og byrja eins og Hlín hægt en örugglega. Hjálparstarfið er að flytja af Vatnstíg 3 sem er dán tán Reykjavík í Grensáskirkju sem er ekkert verra fyrir mig úr Hafnarfirðinum, þannig að flest öll starfsemin liggur niðri en byrjar væntanlega á fullu 24. jan. Ég er búin að ákveða rannsóknarverkefni, það er að gera heildarskráningu og fá heildarsýn á þeim úrræðum, sjóðum og samstarfsverkefnum sem innanlandsdeildin sér um. Tilurð sjóðanna, reglur (forsendur) fyrir aðstoð og kosti þess og galla að hafa aðstoð sem þessa á hendi sjálfboðaliðastofnanna og trúfélaga (verð í samvinnu með Kompás, nei smá grín). Annars gengur vel, hitti meira að segja Jónu, Signý og Siggu ferskar á fundi í síðustu viku, við fengum okkur gott í bumbuna saman í hádeginu, en ekki hvað. Gangi ykkur öllum vel, see you. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 11:10
Hæ þið.. ég er voða glöð hérna á kvennasviði LSH.. er búin að vera vandræðast með verkefnið en ég ætla líklega að taka viðtöl við konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu með lyfjameðferð og kanna upplifun þeirra af því... sú aðferð hefur aðeins verið notuð í eitt ár hér á landi og gefur konum því kost á að velja hana frekar en aðgerð. Annars finnst mér verkefnið að líka vera fáránlega snemma á ferð.. maður fær engan frið.
Peace Hildigunnur
Hildigunnur (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 16:13
Sæl öll nær og fjær!
Heyrðu það er bara þessi fína stemming hjá mér og Elísabetu Karlsdóttur í Árbænum. Ég er bara gríðarlega glöð. Ég fæ að gera alveg fullt, er bara komin í fulla vinnu finnst mér. Er að fara að taka við fyrsta málinu mínu, sem ég sé sjálf um, voðalega félagsráðgjafalegt eitthvað
Hvað varðar rannsóknarverkefnið... humm... þá hefur gengið eitthvað hægt að finna út úr því en við lentum þessu í dag, degi fyrir skil. Er nú ekki alveg að nenna einhverju verkefnastandi núna, væri meira til í að vinna bara nú þegar maður er loks sloppin úr skólastofunni (og verkefnavinnuönn frá helvíti).
Já ég tek undir með einhverri hér að ofan, við verðum að fá fréttir af því þegar landsbyggðartútturnar láta sjá sig í stórborginni, algert must að koma á einhvers konar hitting.
Hlakka til að sjá ykkur,
kv. Birna
Birna (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 20:06
Sæl sæl
Ég var komin strax með rannsókn en þær (félagsráðgjafarnir)voru með hugmynd af því hvernig rannsókn yrði gerð. Ég er s.s. að gera rannsókn á upplifun notenda á þeirri þjónustu sem þeir fá. Smá stressuð yfir tímanum sem ég hef til að vinna rannsóknina þar sem það þarf að gefa tíma til að fá svör við rannsókninni. En það reddast. Sammála væri skemmtilegra að einbeita sér bara að því að vera í starfsnámi og læra þannig en ekkert að gera við því núna.
Finnst alveg órtúlega gaman og engin dagur eins. Já og nóg af verkefnum.
KV. Edda Lára (Fjölskyldumiðstöð Árborgar)
Edda Lára (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 21:06
hvernig væri að fara skella djammi hérna á liðið?!?!?! held við yrðum nú ekkert uppiskroppa með umræðuefni í partíinu :D hehe
kv. ástulíus
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 10.1.2007 kl. 21:51
Hæ hæ allir. Ég er alveg rosalega ánægð á BUGLINU. Er í bráðateyminu, eða allavega svona næstum því og því mikið fjör hérna, var meira að segja í löggubíl um daginn þannig mín fær að gera allskonar skemmtilegheit. Rannsóknarverkefni mitt verður að skoða það hvort það sé eitthvað sameiginlegt með þeim fjölskyldum sem koma í bráðaviðtal, skoða mögulega áhættuþætti og fleira. Þetta er byggt upp á flotta greiningarlistanum sem Hrefna Ólafs er að hanna og verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta kemur út. Sammála öllum hér að ofan með tímapressuna. Er rétt farin að rata hérna um gangana og svo bara bullandi verkefni. Jæja hlakka til að sjá ykkur í málstofu og vonandi sem flest í góðum hitting. Bestu kveðjur Sigrún á BUGLINU
Sigrún (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:20
prufa
Beta (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:38
Hæ hæ allir ! Ég hef átt svolítið erfitt með að kommenta hérna á síðuna, það kemur aldrei það sem ég skrifa. Vildi prófa fyrst að gera prufu áður en ég færi að skirfa einhvern rosa texta. Ég er rosalega ánægð á Barnaverndinni. Bara búin að komast að því að það er rosalega skemmtilegt að vera svona félagsráðgjafi, eins gott kannski. Ég verð að vera ósammála ykkur öllum, mér finnst bara fínt að við séum að fara að skila þessu verkefni í þessari viku. Ef við værum ekki að fara að gera það þá væri sennilega enginn byrjaður að vinna í þessu. Það sem ég var samt að fatta er að við eigum að vera búin með þetta verkefni í lok mars, mánuði áður en starfsþjálfunin er búin svo í raun og veru höfum við alveg fáránlega lítinn tíma til að vinna þetta!!! Ég er að fara að rannsaka tilkynningafundi sem starfræktir hafa verið hjá Barnavernd Reykjavíkur síðastliðin 2 og 1/2 ár. Hugmyndafræði þeirra er ættuð frá Þrándheimi í Noreigi. Á tilkynningafundum eru leiddir saman tilkynnendur, foreldrar, barn og starfsmaður barnverndar. Eru þeir aðalega notaðir í upphafi könnunar máls þegar tilkynningar berast frá grunnskóla og leikskóla. Ég er sem sagt að fara að innihaldsgreina mál þeirra barna sem tekin hafa verið fyrir á þessum fundum og skoða þróun fundanna hjá Barnvernd Reykjavíkur. Svo langar mig líka ótrúlega mikið til þess að taka ca. 3 eigindleg viðtöl við tilkynnendur sem hafa tekið þátt á tilkynningafundum og kanna reynslu þeirra af því. Svo það er ekki seinna vænna en maður fari að byrja ef maður ætlar að vera búinn með þetta allt saman í lok mars !!! Ég greiði atkvæði með því að við förum að skipuleggja eitthvað gott geim öll saman, hver vill halda næsta bekkjarpartý ? Kv. Beta
Beta (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 23:31
Vildi bara deila því með ykkur að landsbyggðarskvísan ég kem í bæinn um helglina! Þannig að ég mæti hress og kát í málstofu á mánudaginn... þið getið látið ykkur hlakka til
Kveðja, Egilsstaðasnjóskvísan Hlín
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 11.1.2007 kl. 08:31
Ohhhh... núna langar mig að koma og hitta ykkur allar! :(
Fór á bretti í gær upp í Hlíðarfjall með vinkonu minni... er marin og blá eftir það og harðsperrur frá helvíti.. en váts hvað það var gaman! Mæli með að þið prófið bretti ef þið hafið ekki gert það ;)
En þið hugsið kannski bara til mín um helgina... verð eflaust stillt og prúð svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af drossíunni í norðri.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.1.2007 kl. 08:56
Halló Halló nær og fjær...
Áður en ég byrja þá þarf ég endilega að fá þennan aðgang að þessari síðu.. man ekkert hver hann er.
Annars er allt fínt að frétta af okkur Elínu Thelmu, við erum hérna saman stöllurnar í þjónustumiðstöð Laugardals og háaleitis og höfum það bara rosa fínt. Erum komnar með verkefni í hendurnar sem er í raun hluti af "Hátúnsverkefninu" svokallaða sem snýst um að bæta (breyta) þjónustuna fyrir þá íbúa sem búa í Hátúni 10, 10A og 10B. Mjög spennandi verkefni og er ætlunin hjá okkur að taka þann pólinn að skoða hvort íbúar sem búa þarna séu félagslega einangraðir og ef svo er þá hvaða sýn þeir hafa á það, og hvað sé hægt að gera til að bæta það. Svona í stórum dráttum, læt ykkur nú vita þegar það fer betur í gang.
Annar segi ég bara bæ í bili og vonandi hittumst við nú fljótlega
bæjó Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 12:49
Hæ hæ allar/allir saman
Ég er í Breiðholtinu og líkar mjög vel. Það er allaveganna nóg að gera og tíminn líður mjög fljótt. Leiðbeinandinn frábær og starfsandinn góður;o)
Annar ætla ég og Íris að gera smá könnun um sérstöku húsaleigubæturnar. Við ætlum s.s. að kanna það hvort að þær þjóni þeim sem þær eiga að þjóna, eru þær að bæta hagsmuni þeirra einstaklinga og einnig hvort að biðlistarnir eftir félagsíbúðum hafi styst. Mjög spennandi í okkar huga.
Við skulum endilega vera með partý bráðum svona til að updeita (slúðra;o) hvað sé búið að vera að gerast hjá okkur.
Kveðja
Jóhanna Erla
Jóhanna Erla (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 13:03
Blessaðar allar saman, gaman að sjá hvað það er mikið í gangi hjá okkur öllum og allir ánægðir ;-)
Eins og stendur þá er ég heima með veik börn (en ekki hvað) þannig að ég komst ekki til vinnu í dag og kemst ekki á morgun, alveg hreint ömurlegt..... ekki góð byrjun finnst mér....
annars er ég á geðinu og fylgi tveimur starfsþjálfunarkennurum og því er ég í tengslum við þrjár deildir, bráða, áfengis og vímuefna og svo Teig þannig að það er nóg að læra og fullt að gerast...
mér var strax dempt út í rannsóknarvinnu og mun taka að mér einn þátt sem tilheyrir rannsókn sem fjórir félagsráðgjafar eru að gera þar sem skoða á lífsgæði þeirra sem búa á svokölluðum vernduðum heimilum. Mjög spennandi allt saman....en er að fara að vinna í SPSS sem er "not my thing" en það eru sálfræðingar hérna sem eru tilbúnir að taka mig að sér þannig að ég hef nú trú á því að þetta gangi alveg ágætlega
annars er ég rosalega ánægð og er alveg æst í að mæta í vinnuna á morgnanna og get alveg hugsað mér að vera starfandi þarna í framtíðinni.
en ætli ég segi það ekki gott í bili,
kv. Erla
Erla Björg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 18:53
Hæ Hæ gaman að heyra frá ykkur. Ég og Birna erum saman í þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og gengur bara vel. Er bara mjög sátt. Þessi stöð er í nýja flotta orkuveituhúsinu og allt voða smart þarna. Það er meira að segja fimm stjörnu mötuneyti þarna, en nemadruslurnar geta ekki keypt sér mat þar vegna einhverra sérsamninga við starfsmenn á launum...en svona er þetta bara maður verður bara að bíta á jaxlinn og hugsa til þess að eftir nokkra mánuði verð ég félagsráðgjafi á ofurlaunum og fer í fínu draktinni minni í vinnuna og fæ að borða í flottu mötuneyti
En allavega þá ætlum við Birna að gera saman verkefnið en við ætlum að skoða hvort að með tilkomu þjónustumiðstöðvarinnar hafi verið til hagsbóta fyrir grunnskólana (nemendur og starfsfólk) í hverfinu og hvort að þjónustan sé betri eða verri. Þetta verkefni er ennþá svolítið óslípað, höfðum eitthvað svo lítinn tíma til að hugsa þetta.
Hlakka til að hitta ykkur
kv Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 01:21
Hæ hæ
Ég er í Hveragerði og líkar mjög vel. Voða notalegt að vera á svona litlum vinnustað og geta farið heim í hádeginu Ég er byrjuð að sinna ákveðnum verkefnum og er að byrja að vinna með ný mál. Svo fylgist ég með flestu því sem starfsþjálfunarkennarinn minn gerir.
Í rannsóknarverkefninu ætla ég að heimsækja úrtak eldri borgara sem fá heimaþjónustu í Hveragerði og gera þjónustukönnun á heimaþjónustunni.
Hlakka til að hitta ykkur, einhvern tíman.... Kem ekki á morgun því færðin er ekkert sérstaklega góð á heiðinni og mín ekki á jeppaling...
Bestu kveðjur úr Húrígúri
Sandra
Sandra Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.