Föstudagur, 8. desember 2006
Starfsþjálfun...
Sælt veri fólkið! Ég er svo assskoti forvitin að vita hvert allir eru að fara í starfsþjálfun. Það væri nú dáldið gaman ef þið væruð til í að setja það hérna inn og jafnvel hvort þið farið þangað sem þið sóttust eftir að fara?
Best ég byrji:
ég er að fara í Þjónustumiðstöð Árbæjar- og Grafarholts til hennar Elísabetar sem kenndi okkur samfélagsvinnu. Ég sótti um þennan vinnustað þannig að ég hlýt að vera sátt :-)
kv. Birna
Forvitnishornið.is
Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Tenglar
Bíómyndir
Áhugaverðar bíómyndir sem tengjast okkur á einhvern hátt.
- Danny the dog Mynd sem kemur verulega á óvart! Farið er með mann sem hundur væri, mjög áhugaverð mynd.
- What becomes of the broken hearted? Framhald á Once were warriors
- Once were warriors Mynd um ofbeldissamband, gerðum verkefni úr henni í Ofbeldi og vanræksla í fjsk.
- Rainman Frábær mynd um einhverfan mann.
- Crash Mynd þar sem fordómar spila stórt hlutverk. Algjör snilld!
Færsluflokkar
- Áföll og kreppur
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Myndir
- Reikningur utanlansfara
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanlandsfarar
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Fólk
Börnin okkar
-
Bogga
Boggustrákur -
Sandra
Nýbökuð móðir -
Sigrún Heiða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Harpa nýbakaða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Erla þriggja stráka mamma
3 krúttúsnúðar
Stökin í menginu
Þetta erum við!
-
Dagný Foxy
Miss Foxxxy -
Fanney Dóra
Lætur allt flakka...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd! Maður var svo æstur í morgun að það fór innum annað og útum hitt! ;)
Ég er auðvitað "keisið" í hópnum.. ætlaði fyrst á Spítalann í Köben en hætti svo við það og er sem sagt að fara til Brynju Óskarsdóttur á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún er á kvennasviðinu, en skv. heimildum mun ég læra meira en bara um konur - enda veit ég allt um það hvernig það er að vera kona! Djók! (en hvað er djók?)
Hrikalega happý þessa stundina, komin með herbergi á Stúdentagörðunum á Ak, þrátt fyrir að vera ekki stúdent við HA ;) Hlakka bara svakalega til að flytja norður þann 2. janúar n.k. :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.12.2006 kl. 16:07
Ég fer á BUGLIÐ og verð hjá henni Lilju Björk Þorsteinsdóttur. Sótti um að komast þar og er alveg rosalegt sátt og mikið glöð. Hafið það gott um helgina, ég verð á kvöldvöktum.....gaman gaman
Kv Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 16:53
já.. ég sótti um að fara á heilsugæslu og fékk heilsugæsluna í Grafarvogi. Er mjög sátt við það. Hún heitir Inga María Vilhjálmsdóttir sem ég verð hjá, en ég veit engin deili á henni.
kveðja Elsinga......
Elsinga (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 17:18
Inga María starfaði í Miðgarði þegar ég var þar og er alveg frábær, þú ert mjög heppin að vera hjá henni :-)
Birna (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 17:38
Ég sótti um Geðsvið og fékk Klepp, sem ég er mjög sátt við kleppur og ég r like THIS HAHAHAHA djókur já... hvað er það
kv. ástulíus
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 8.12.2006 kl. 21:27
Ég fer í Vesturgarð til Kristínar Friðriksdóttur (endilega látið vita ef þið vitið einhver deili á henni ). Ég er í skýjunum yfir þessu. Sótti um þjónustumiðstöð í Rvk helst Vesturgarð eða Skúlagötuna. Þannig að ég fékk mitt number ine choice. Love it
Kveðja Guðný
Guðný Marta (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 22:24
Frábært að heyra hvað það eru allir sáttir hér
Ég verð í Búsetuþjónustu geðfatlaðra hjá Jónu Rut Guðmundsdóttur, en þetta hvorki meira né minna uppfyllir valkost 1, 2 og 3 á óskalistanum mínum. Þannig að ég er bara alveg í skýjunum með þetta En langaði að vita hvort einhver þekkir deili á starfsþjálfunarkennaranum mínum
Kveðja Elísabet K.
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 9.12.2006 kl. 13:08
Hæ ég er í Miðgarði hjá Sigríði Hermannsdóttur. Ég sótti um í félagsþjónustunni í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi en er alveg sátt við miðgarð þó að það sé svolítið langt fyrir mig að fara.
Guðný ég var hjá Kristínu Friðriksdótttur þegar ég var á TR í fyrra, en hún vann þar þá. Hún er yndæl og mér líkaði vel við hana
Kveðja Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 13:48
Sælar stúlkur og foli
ég er mjög ósátt eða ég er ekki komin með pláss. Anní hringdi í mig á föstudaginn og sagði að það vær enn verið að vinna í því að vinna í því að finna pláss fyrir mig. Er ekki alveg að skilja þetta......Er ég svona erfið eða hvað ??
kveðja
Pálulíus
Pala Kristín (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 18:28
Æ en leiðinlegt að heyra Pála! vonandi greiðist úr þessu fljótlega!
kv. Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 22:48
Ég verð á þjónustumiðstöðinni í Ábæ hjá Margreti Petersen, er mjög sátt með það. Það var fyrsta val hjá mér að fara í Árbæ eða Breiðholt.
Hvað er eiginlega með það að allir fái að vita nema einn nemandi. Mér finnst þetta alveg hryllilegt óréttlæti. Ég vona að þetta gangi allt upp, ef að það verður eitthvað vesen verðum við bara að rífa kjaft fyrir hana Pálu okkar .
kv Guðrún
Guðrún Elva (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 19:28
jahá... mér finnst þið ótrúlega margar sem fáið það sem þið óskuðuð eftir. Ég er að fara til Eddu Ólafsdóttur í þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða.. sem sagt Skúlagötu. Edda kenndi Fjölmenningu og fagstörf en ég reyndar sat það ekki og þekki hana ekki. Ég er líka pínu fúl því ég fékk ekkert af því sem ég óskaði eftir
En ég er meira reið bara fyrir Pálu hönd mér finnst þetta verulega ósanngjarnt sérstaklega út af því að við fengum að vita þetta svona seint því ALLIR áttu að fá að vita hvert þeir færu á sama tíma!!! Pála u go girl- ég stend með þér!!! og löggan líka!
Signý sveitta!
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 10.12.2006 kl. 20:54
Sæl verið þið
Ég verð hjá Félagsþjónustu Kópavogs.... það er gott að búa í Kópavogi
... Pála ! Endilega leyfðu okkur að fylgjast með.
Mbk
Inga Pinga
Inga Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 10:33
Hæ !
Ég verð hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, en starfsþjálfunarkennarinn minn sér um heimaþjónustu í Hátúni 10 - þannig að ætli ég verði ekki þar... búin að vinna sem þroskaþjálfi í heimaþjónustu fyrir fatlaða síðast liðin 7 ár.... var að vonast eftir einhverju nýju.... en....
kveðja, Katrín
Katrín Jacobsen (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 10:36
Sælar stúlkur ég fer á Félagsþjónustu Seltjarnarnes til Sigrúnar Magnúsdóttur(kenndi kur lífsskeiðakenningar þ.e. unglingastigið sem er minn hometown þannig að ég bjóst ekki við að fara þangað þar sem þetta er mjög lítið sveitarfélag. Ég er samt mjög sátt, verð 2 mín í vinnunna og fæ fjölbreytta reynslu í starfinu. Ég kaus að komast á félagsþjónustusvið þannig að ég fékk það sem ég óskaði eftir
Ég er sammmála ykkur að ofan þetta er mjög ósanngjarnt gagnvart Pálu, ALLIR ÁTTU AÐ FÁ AÐ VITA Á SAMA TÍMA. Vona að þetta skýrist sem fyrst hjá þér Pála mín.kv. Elín Thelma
Elín Thelma (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 10:44
Hellu girlís
Ég verð á sama stað og hún Katrín í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hjá Sigrúnu Þórarinsdóttur. Bara hinu megin við götuna hjá mér þannig að NÓ MOR STRÆTÓ vííííííííí
Endilega látið mig vita ef þið þekkið hana
LUV Dagný
Dagný (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 10:49
Hæ hæ Ég verð í Barnavernd Reykjavíkur. Ekkert smá hissa þar sem það var ekki það sem ég bað um og bjóst alls ekki við því að fara þangað. Er samt mjög sátt og er bara farin að hlakka til. Mér finnst ömurlegt að heyra þetta um hana Pálu okkar !!! Þú lærur okkur vita Pála ef þú þarft einhverja aðstoð frá okkur til þess að berjast fyrir því að fá að vita hvert þú ferð. Þú lætur okkur allaveg fylgjast með þér á næstu dögum. Kv. Beta
Beta (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 12:41
Ég verð í Hálparstofnun kirjunnar, er mjög sátt, sótti samt ekki um þetta, setti barnasvið í fyrsta sæti :) Hrönn
Hrönn Ljótsd (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 10:07
Sælar stúlkur og Friðrik
ég er komin með stað velferðarsvið Reykjavíkurborgar hjá Maríu Rúnarsdóttir, lýst bara mjög vel á það :)
kv
Pála
pala (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:28
Hellú.. Ég er á kvennadeild LSH hjá Ingibjörgu Ásgeirsdóttur og er ægilega glöð með það
Jólakveðja Hildigunnur
Hildigunnur (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:41
Glæsilegt Pála! Gott að það hefur greiðst úr þessu :D
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.12.2006 kl. 13:29
Sæl öll !
Ég er komin með nýjan starfsþjálfunarstað - Barnaverndarstofa - og er mjög sátt. Ég var ekki alveg nógu ánægð með Hátún 10, en það rættist úr þessu hjá mér.
kveðja, Katrín
Katrín Jacobsen (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 16:49
Hæ, ég er soldið sein að fatta og svara því bara frekar seint hehe. En ég fer alla vega í Stígamót til hennar Guðrúnar Jónsdóttur og það er nákvæmlega það sem ég sótti um og því get ég ekki annað en verið mjög sátt og ég hlakka MIKIÐ til að byrja :)
kv, Ingibjörg Þórðar
Ingibjörg Þórðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.