Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Handleiðsla
Jæja stúlkur.
Þá er maður kominn austur á Hérað, þriðji dagurinn minn í vinnu hérna og allt gengur vel enn sem komið er. Á ennþá eftir að komast að fullu inn í tölvukerfið og fleira skemmtilegt en þetta er allt að gerast!
Ég ætlaði að forvitnast um eitt hjá ykkur: Eruð þið í handleiðslu og hvaða handleiðara mælið þið með?Ég ætla að nýta mér rétt minn til handleiðslu og vil helst af öllu fara suður til Reykjavíkur, ég vil líka helst vera hjá félagsráðgjafa. Endilega komið með tillögur fyrir mig, ég veit ekki neitt...
Svo má líka alveg heyrast meira frá fólki hérna á síðunni, það er svo gaman að fylgjast með
Kveðja frá enn einni landsbyggðatúttunni,
Hlín
Forvitnishornið.is
Tenglar
Bíómyndir
Áhugaverðar bíómyndir sem tengjast okkur á einhvern hátt.
- Danny the dog Mynd sem kemur verulega á óvart! Farið er með mann sem hundur væri, mjög áhugaverð mynd.
- What becomes of the broken hearted? Framhald á Once were warriors
- Once were warriors Mynd um ofbeldissamband, gerðum verkefni úr henni í Ofbeldi og vanræksla í fjsk.
- Rainman Frábær mynd um einhverfan mann.
- Crash Mynd þar sem fordómar spila stórt hlutverk. Algjör snilld!
Færsluflokkar
- Áföll og kreppur
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Myndir
- Reikningur utanlansfara
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanlandsfarar
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Fólk
Börnin okkar
-
Bogga
Boggustrákur -
Sandra
Nýbökuð móðir -
Sigrún Heiða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Harpa nýbakaða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Erla þriggja stráka mamma
3 krúttúsnúðar
Stökin í menginu
Þetta erum við!
-
Dagný Foxy
Miss Foxxxy -
Fanney Dóra
Lætur allt flakka...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjá Bjarneyju Kristjánsdóttur og er þokkalega ánægð. Málið er bara að maður er svo nýr að maður veit ekki alveg hvernig þetta á að vera, við hverju maður á að búast og eiginlega hvað er góð handleiðsla og hvað ekki;)
Annars allt gott að frétta af mér. Ég er enn í Vesturgarði og þar er eilífar breytingar og stuð.
kveðja Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.