Sunnudagur, 24. september 2006
Þriðjudagar með Morrie í útvarpinu!
Þriðjudagar með Morrie eftir Mitch Albom og Jeffrey Hatcher
Þýðandi: Sigurður Skúlason
Fimmtudagur 5.10.2006 á Rás 1 (93,5)
Kl. 22.15 Útvarpsleikhúsið: Þriðjudagar með Morrie
Leikritið sem nú verður flutt byggir á bók eftir Bandaríkjamanninn Mitch Albon, sem var kunnur íþróttafréttaritari og vakti ekki síst athygli fyrir frumleg efnistök í pistlum sínum. Í þeim fjallaði hann oftar en ekki um málefni sem virtust íþróttum með öllu óviðkomandi. Ungur drengur, sonur eiturlyfjafíkils, en ákafur körfuboltamaður, gat orðið Albon að umfjöllunarefni, rétt eins og sleðahundakeppni norður í Alaska. Oft mátti lesa óvægna gagnrýni á bandaríska þjóðarsál í pistlum Mitch Albons í dagblaðinu Free Press, en heimsathygli vakti hann með bókinni, Þriðjudagar með Morrie. Í henni lýsir hann vikulegum heimsóknum sínum til íþróttafréttaritarans Morrie Schwartz sem haldainn var Lou Gehrig-sjúkdómnum og lá fyrir dauðanum. Jeffrey Hatcher hreifst af þessari óvenjulegu samtalsbók og skrifaði eftir henni leikgerð, en margir kannast einnig við kvikmynd sem gerð var um sama efni. Í henni fór Jack Lemmon með hlutverk Morrie Schwartz og fyrir kaldhæðni örlaganna reyndist það vera síðasta hlutverk hins magnaða leikara.
Morrie Schwartz er leikinn af Pétri Einarssyni og Ellert A Ingimundarson fer með hlutverk Mitch Albom. Aðrir leikarar: Jóhann Vigdís Arnardóttir og Hallmar Sigurðsson. Píanóleikur: Kjartan Valdimarsson. Kristján Hreinsson þýddi söngtexta og kynnir er Stefanía Valgeirsdóttir. Hljóðvinnsla: Georg Magnússon. Leikstjóri: Sigurður Skúlason.
Verkið tekur 90 mínútur í flutningi.
Frumflutningur.
Leikstjóri: Sigurður Skúlason
Aðalhlutverk: Pétur Einarsson og Ellert A. Ingimundarson
Forvitnishornið.is
Tenglar
Bíómyndir
Áhugaverðar bíómyndir sem tengjast okkur á einhvern hátt.
- Danny the dog Mynd sem kemur verulega á óvart! Farið er með mann sem hundur væri, mjög áhugaverð mynd.
- What becomes of the broken hearted? Framhald á Once were warriors
- Once were warriors Mynd um ofbeldissamband, gerðum verkefni úr henni í Ofbeldi og vanræksla í fjsk.
- Rainman Frábær mynd um einhverfan mann.
- Crash Mynd þar sem fordómar spila stórt hlutverk. Algjör snilld!
Færsluflokkar
- Áföll og kreppur
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Myndir
- Reikningur utanlansfara
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanlandsfarar
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Fólk
Börnin okkar
-
Bogga
Boggustrákur -
Sandra
Nýbökuð móðir -
Sigrún Heiða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Harpa nýbakaða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Erla þriggja stráka mamma
3 krúttúsnúðar
Stökin í menginu
Þetta erum við!
-
Dagný Foxy
Miss Foxxxy -
Fanney Dóra
Lætur allt flakka...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhhhhhhh... ég hlakka ekkert smá til að hlusta á þetta. Þegar ég var yngri þótti mér líka skemmtilegast að hlusta á útvarpsleikritin, þannig að þetta verður svona aftur til fortíðar en jafnframt öll framtíðin með Morrie.. æji þið skiljið mig er það ekki???
Signý (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 20:46
hehe jú ég skil þig ;)
finnst það mjög flott að fá svona skúbb, ekki oft sem mar hlustar á útvarpsleikhúsið :D
kv. ásta jóna
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar , 27.9.2006 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.