Heimsókn í Aflagranda

Kæru samnemendur

Ég vil endilega beina athygli ykkar að eftirfarandi e-maili sem við fengum í vikunni. Þjónustumiðstöðin í Aflagranda ætlar að bjóða okkur í heimsókn og gefa okkur kynningu á starfseminni og þá aðallega á stuðningsþjónustunni, sem er mjög spennandi. Það er ekki á hverjum degi sem okkur er boðið í heimsókn og um að gera að nýta tækifærið að kynna sér sem flest nú á þessum seinustu og bestu tímumWink Ég hvet ykkur öll til að mæta og get ég lofað því að það verður tekið extra vel á móti okkurGrin Vonandi sé ég sem flesta!

Kveðja Guðný

 

Kæru nemar

Okkur langar til að bjóða ykkur í hádegisverð í Aflagranda 40 og kynna í
leiðinni fyrir ykkur stuðningsþjónustuna. Stuðningsþjónustan er þjónusta
sem veitt er einstaklingum á öllum aldri, liðveisla, tilsjón og persónuleg
ráðgjöf. Við erum alltaf að leita að fólki til að taka að sér einstaklinga
í stuðning og finnst okkur tilvalið að bjóða ykkur að koma og kynnast
þessu starfi þar sem við teljum vinnu að þessu tagi geta nýst ykkur vel í
náminu ykkar.

Föstudaginn 19. janúar n.k. kl. 13:00 eruð þið velkomin til okkar í
Aflagranda 40. Endilega látið mig vita hvort þið getið komið eða ef
einhverjar spurningar vakna getið þið haft samband við mig.


Halla Björk Marteinsdóttir
Verkefnastjóri í félagslegri heima-og stuðningsþjónustu
Félagsmiðstöðin Aflagranda 40
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Sími: 411-2700

Netfang: halla.bjork.marteinsdottir@reykjavik.is 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdi að bæta inn að það væri gaman ef þið mynduð kommenta um hvort þið mætið, bara svona til að vita ca. töluna

kv. Guðný

Guðný Marta (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég mæti ekki..... :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 15.1.2007 kl. 17:29

3 identicon

hæhæ, ég kem pottþétt :)

kv, Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:08

4 identicon

Hæ hæ. Ég kemst ekki, viðtal kl.13:00, svo voða busy næstum því félagsráðgjafi. Góða skemmtun þið hin. Kv Sigrún á BUGLINU

Sigrún (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 18:12

5 identicon

Blessuð, ég mæti. kv Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Við erum:

Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Hérna bloggar útskriftarárgangur félagsráðgjafa um sín hugðarefni þá stundina.

Forvitnishornið.is

Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Fólk

Börnin okkar

Stökin í menginu

Þetta erum við!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband