Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Kynningarfundur um aðgerðaáætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi kynnir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem tekur til áranna 2006 til 2011.
Kynningin fer fram í Hringborðssal Þjóðmenningarhússins miðvikudaginn 6. desember kl. 14.
Ásamt ráðherra taka Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, og Thelma Ásdísardóttir, fulltrúi 16 daga átaksins, þátt í kynningarfundinum.
Meginmarkmið aðgerðaáætlunarinnar er að vinna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi sem beinist að konum og börnum sem og að bæta aðbúnað þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða eru í áhættuhópi.
Um er að ræða efnismikla aðgerðaáætlun sem felur í sér 37 aðgerðir. Hverri aðgerð er lýst sérstaklega ásamt tilgangi hennar. Einstökum ráðuneytum hefur verið falin ábyrgð á framkvæmd sérhverrar aðgerðar ásamt því að settur er fram tiltekinn tímarammi um framkvæmdina.
Aðgerðaáætlunin var samin á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við gerð áætlunarinnar voru meðal annars höfð til hliðsjónar drög frjálsra félagasamtaka að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem var send einstökum fagráðherrum í kjölfar 16 daga átaksins 2004.
Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
Húrra Ingibjörg!
Sko þessa stelpu! Framtíðarofurfélagsráðgjafi þarna á ferð! :)
Tæpur helmingur fórnarlömb kynferðisofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu
Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu. |
Fyrirhugað er að stofna fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu innan Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Fagdeildin mun starfa á landsvísu. |
Markmið fagdeildarinnar er m.a. að stuðla að auknum samskiptum milli félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu, stuðla að aukinni framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknum og fylgjast með nýjungum í félagsráðgjöf aldraðra. Einnig mun fagdeildin vera Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa til ráðgjafar í málefnum sem snúa að félagsráðgjöf aldraðra.
Stofnfundurinn verður haldinn föstudaginn 17. nóvember 2006 kl. 15.00 í kennslusal á 7. hæð á Landakoti við Túngötu.
Allir áhugasamir félagsráðgjafar eru velkomnir, en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til Jónu Eggertsdóttir, jonae@landspitali.is eða Sigurveigar H. Sigurðardóttur sighsig@hi.is fyrir 16. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir undirbúningsnefndin: Guðrún Reykdal, gudrun@fna.is, Sími: 471 2938/895 8838 |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. október 2006
félagsráðgjöf fyrir geðsjúka afbrotamenn
Opinn fyrirlestur
Fimmtudagur 19. október, Lögberg stofa 102
kl: 12:15-13:15
Lee Quinney: ,,Forensic mental health social work: A UK perspective
Erindið fjallar um félagsráðgjöf fyrir geðsjúka afbrotamenn, innan og utan stofnana á Bretlandi, en Quinney stundar þar doktorsnám í félagsrágjöf.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forvitnishornið.is
Tenglar
Bíómyndir
Áhugaverðar bíómyndir sem tengjast okkur á einhvern hátt.
- Danny the dog Mynd sem kemur verulega á óvart! Farið er með mann sem hundur væri, mjög áhugaverð mynd.
- What becomes of the broken hearted? Framhald á Once were warriors
- Once were warriors Mynd um ofbeldissamband, gerðum verkefni úr henni í Ofbeldi og vanræksla í fjsk.
- Rainman Frábær mynd um einhverfan mann.
- Crash Mynd þar sem fordómar spila stórt hlutverk. Algjör snilld!
Færsluflokkar
- Áföll og kreppur
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Myndir
- Reikningur utanlansfara
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanlandsfarar
- Vefurinn
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Fólk
Börnin okkar
-
Bogga
Boggustrákur -
Sandra
Nýbökuð móðir -
Sigrún Heiða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Harpa nýbakaða
Tæknilega ekki í útskriftarhópnum, en klárlega móðir! -
Erla þriggja stráka mamma
3 krúttúsnúðar
Stökin í menginu
Þetta erum við!
-
Dagný Foxy
Miss Foxxxy -
Fanney Dóra
Lætur allt flakka...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar