Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kynningarfundur um aðgerðaáætlun gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi kynnir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra aðgerðaáætlun stjórnvalda vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem tekur til áranna 2006 til 2011.

Kynningin fer fram í Hringborðssal Þjóðmenningarhússins miðvikudaginn 6. desember kl. 14.

Ásamt ráðherra taka Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, og Thelma Ásdísardóttir, fulltrúi 16 daga átaksins, þátt í kynningarfundinum.

Meginmarkmið aðgerðaáætlunarinnar er að vinna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi sem beinist að konum og börnum sem og að bæta aðbúnað þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða eru í áhættuhópi.

Um er að ræða efnismikla aðgerðaáætlun sem felur í sér 37 aðgerðir. Hverri aðgerð er lýst sérstaklega ásamt tilgangi hennar. Einstökum ráðuneytum hefur verið falin ábyrgð á framkvæmd sérhverrar aðgerðar ásamt því að settur er fram tiltekinn tímarammi um framkvæmdina.

Aðgerðaáætlunin var samin á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við gerð áætlunarinnar voru meðal annars höfð til hliðsjónar drög frjálsra félagasamtaka að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem var send einstökum fagráðherrum í kjölfar 16 daga átaksins 2004.

 Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis


Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu

Fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu.

Fyrirhugað er að stofna fagdeild félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu innan Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Fagdeildin mun starfa á landsvísu.

Markmið fagdeildarinnar  er m.a. að stuðla að auknum samskiptum milli félagsráðgjafa í öldrunarþjónustu, stuðla að aukinni framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknum og fylgjast með nýjungum í félagsráðgjöf aldraðra. Einnig mun fagdeildin vera Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa til ráðgjafar í málefnum sem snúa að félagsráðgjöf aldraðra.

 

Stofnfundurinn verður haldinn föstudaginn 17. nóvember 2006 kl. 15.00 í kennslusal á 7. hæð á Landakoti við Túngötu.

 

Allir áhugasamir félagsráðgjafar eru velkomnir, en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til Jónu Eggertsdóttir, jonae@landspitali.is  eða Sigurveigar H. Sigurðardóttur sighsig@hi.is fyrir 16. nóvember.

 

Nánari upplýsingar veitir undirbúningsnefndin:

Guðrún Reykdal, gudrun@fna.is, Sími: 471 2938/895 8838
Jóna Eggertsdóttir, jonae@landspitali.is. Sími: 543 9824/894 5749
Sigurveig H. Sigurðardóttir,  sighsig@hi.is; Sími: 525 5222.
Soffía Egilsdóttir, soffia@hrafnista.is: Sími: 693 9560
Steinunn K. Jónsdóttir, steinkj@landspitali.is  Sími: 543 9408/824 5369


Sýn unglinga á skilnað foreldra

Fyrirlestur á vegum Félags fagfólks í fjölskyldumeðferð

Fimmtudaginn 16. nóv. nk., kl. 15:00-16:00 heldur Árni Einarsson MA í uppeldis- og menntunarfræði erindi sem hann nefnir: „Vorum aldrei spurð“: Sýn unglinga á skilnað foreldra. Erindið verður haldið í sal BHM í Borgartúni 6 í Reykjavík.

 

divorce.thb

 

Í erindinu segir Árni frá MA rannsókn sinni um sýn unglinga á skilnað foreldra og fjallar um nokkra þætti sem komu fram í rannsókninni, s.s. á hverju fyrstu viðbrögð barna við skilnaði foreldra byggjast, hvað börnum þykir verst við skilnað foreldra og hvernig þau telja að standa beri að og vinna úr skilnuðum með hagsmuni barna í huga. Rannsóknin byggir á viðtölum við unglinga og verða gefin dæmi úr viðtölunum um sýn unglinganna á þá þætti sem fjallað verður um.

 

Árni Einarsson er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum og lauk MA námi í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2005. Hann hefur um árabil starfað að æskulýðsmálum og forvörnum og veitti m.a. Fjölskyldumiðstöð forstöðu um skeið.

 

Aðgangseyrir kr. 1.000.- (kaffi og meðlæti innifalið).


Málstofa BVS

Málstofa um barnavernd

Sáttamiðlun í opinberum málum á milli brotaþola og gerenda, grundvöllur og breytingar á meðferð mála með tilkomu sáttamiðlunar



Fyrirlesarar: Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, verkefnisstjóri sáttamála
Mímir Völundarson, starfsmaður Stuðla
Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs


Tími: Mánudaginn 30. október kl. 12.45 - 13.45


Staður: Barnaverndarstofa, Borgartúni 21

Málstofa októbermánaðar um barnavernd sem félagsmálaráðuneyti, félagsráðgjöf HÍ, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofa standa fyrir verður haldin mánudaginn 30.október.

Fjallað verður um sáttamiðlun í opinberum málum á milli brotaþola og gerenda. Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson fjallar um fyrirmæli ríkissaksóknara, skilgreiningu og markmið sáttamiðlunar/uppbyggilegrar réttvísi og svo hvernig ferlið muni eiga sér stað hér á landi. Þá mun Mímir Völundarson, starfsmaður á Stuðlum, segja frá einu máli sem unnið hefur verið á þennan hátt. Loks mun Ingibjörg Sigurþórsdóttir segja frá því hvernig þessi aðferð hefur verið notuð í málefnum ósakhæfra barna.


félagsráðgjöf fyrir geðsjúka afbrotamenn

logo

    Opinn fyrirlestur

 


Fimmtudagur 19. október, Lögberg stofa 102

kl: 12:15-13:15

 

Lee Quinney: ,,Forensic mental health social work: A UK perspective’’

 

Erindið fjallar um félagsráðgjöf fyrir geðsjúka afbrotamenn, innan og utan stofnana á Bretlandi, en Quinney stundar þar doktorsnám í félagsrágjöf.


Við erum:

Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Útskrifarárgangur félagsráðgjafar
Hérna bloggar útskriftarárgangur félagsráðgjafa um sín hugðarefni þá stundina.

Forvitnishornið.is

Ætlarðu að mæta í saumó 24.júní???
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Fólk

Börnin okkar

Stökin í menginu

Þetta erum við!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband